Frá aðalfundi SVFS 2023

Aðalfundur SVFS var haldinn sl. föstudag, 17. mars í félagsheimilinu Víkin. Þetta er í fyrsta skipti sem aðalfundur er haldinn í félagsheimilinu okkar og var ekki annað að sjá en að þeir 42 félagsmenn sem sóttu fundinn hafi verið ánægðir með aðstöðuna.

Fyrir aðalfund hafði stjórn SVFS ákveðið að gera tvo félagsmenn að heiðufsfélögum og var það tilkynnt á aðalfundi. Heiðursfélagi nr. 5 er Steindór Pálsson og heiðursfélagi nr. 6 er Örn Grétarsson. Stjórn féalgsins þakkar þessum tveimur félögum innilega fyrir áralangt starf í þágu SVFS og félaga þess og þeirra þátt í uppbyggingu félagsins í gegnum tíðina.

Stjórn SVFS var endurkjörin og verður óbreytt skipan innan stjórnar. Formaður er áfram Guðmundur Marías Jensson, Sverrir Einarsson er gjaldkeri félagsins og ritari er Grímur Hergeirsson. Aðrir í stjórn eru Agnar Pétursson og Frímann Birgir Baldursson og Ægir Garðar Gíslason til vara.

Aðalfundur ákvað að frá og með 2024 mun árgjald félagsins verða 10.000 kr. en inntökugjald verður 40.000 kr. Þessi breyting mun ekki hafa áhrif á þá 11 einstaklinga sem sóttu um inngöngu og voru samþykktir inn í félagið fyrir þennan aðalfund. 

Að venju voru veitt verðlaun fyrir veiði og aflabrögð félagsmanna á vatnasvæðum félagsins. Til verðlauna unnu eftirtaldir einstaklingar:

  • Flestir laxar veiddir á vatnasvæðum félagsins: Viktor Óskarsson, 24 laxar, allir veiddir í Ölfusá.
  • Flestir laxar veiddir í Ölfusá: Viktor Óskarsson, 24 laxar allir veiddir í Ölfusá.
  • Flesta laxar veiddir á flugu: Viktor Óskarsson, 8 laxar allir veiddir í Ölfusá.
  • Stærsti flugulax á vatnasvæðum félagsins: Viktor Óskarsson, 95 cm lax veiddur í Ölfusá.
  • Stærsti lax á vatnasvæðum félagsins: Einar Björn Steinmóðsson, 99 cm lax veiddur í Ölfusá.
  • Kvennabikarinn, flestir laxar veiddir af félagskonu: Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, 5 laxar allir veiddir í Ölfusá.
  • Bjartsýnisbikarinn: Viktor Óskarsson, 80 cm lax veiddan í Ölfusá 30. ágúst.
  • Sigurjónsbikarinn, stærsti sjóbirtingur veiddur á vatnasvæði félagsins: Júlíus M. Pálsson, 94 cm sjóbirtingur veiddur í Baugsstaðaósi 21. júlí.

Að hefðbundnum aðalfundastörfum loknum hélt Sigurður Héðinn (Siggi Haugur) skemmtilegt fræðsluerindi um það sem hann hefur fengist við í gegnum tíðina og þá þjónustu sem hann er að bjóða upp á. Þá bauð hann fundargestum að versla hjá sér flugur, hnýtingarefni og bækur í lok fyrirlesturs. Hægt er að skoða það sem er í boði hjá honum og versla ýmislegt skemmtilegt fyrir veiðimenn á heimasíðu hans www.haugur.is.

Steindór Pálsson, 5. heiðursfélagi SVFS ásamt Guðmundi Maríasi, formanni SVFS.
Frá aðalfundi SVFS 2023
Frá aðalfundi SVFS 2023
Frá aðalfundi SVFS 2023
Frá aðalfundi SVFS 2023
Frá aðalfundi SVFS 2023

Categories:

Tags:

Comments are closed