Stangaveiðifélag Selfoss var stofnað árið 1946.
Aðal tilgangur félagsins er:
Að gæta hagsmuna félagsmanna og bæta aðstöðu þeirra til stangaveiða, m.a. með því að taka á leigu veiðivötn til afnota fyrir félagsmenn, eða taka að sér útleigu á veiði í umboði veiðieigenda.
Að vinna á móti því að notaðar séu veiðiaðferðir sem eru ólöglegar, eða eru líklegar til að spilla veiði.
Að stuðla að félagslyndi og góðri samvinnu meðal stangaveiðimanna, svo og góðri samvinnu við veiðiréttareigendur.
Að veita félagsmönnum fræðslu um lax- og silungsveiðar og stuðla að aukinni leikni í íþróttinni t.d. með kennslu.
Stjórn félagsins skipa:
Formaður: Guðmundur Marías Jensson
Gjaldkeri: Sverrir Einarsson
Ritari: Grímur Hergeirsson
Meðstjórnendur: Agnar Pétursson og Frímann Birgir Baldursson
Varamaður: Ægir Garðar Gíslason
Netfang félagsins er svfs@svfs.is
Félagsheimili SVFS er Víkin í Fossnesi