Sölukvöld veiðileyfa fyrir félagsmenn
- Details
- Created: 21 March 2022
Þriðjudaginn 22. mars og fimmtudaginn 24. mars n.k. verða sölukvöld veiðileyfa SVFS haldin í aðalsal Hótel Selfoss frá kl 19:00 – 21:00.
Til sölu verða 3ja daga veiðikort í Ölfusá og afhent veiðileyfi fyrir Hlíðarvatn, Vola, Tungu-Bár og Baugsstaðaós.
Athugið að önnur sölukvöldin eru ekki ákveðin og því best að tryggja sér núna veiðidaga fyrir sumarið.
Bestu kveðjur,
stjórnin
Öllum viðburðum SVFS í janúar, frestað um óákvðinn tíma
- Details
- Created: 19 January 2022
Í ljósi þess að í gangi eru miklar samkomutakmarkanir í landinu, hefur stjórn SVFS ákveðið að fresta aðalfundi, vígsluhátíð nýja félagsheimilisins og 75 ára afmælishátíð sem halda átti 29. janúar næstkomandi, um óákveðinn tíma. Stjórn SVFS mun senda út frekari tilkynningar og boð þegar ljóst er hvenær við getum haldið upp á þessi tímamót með viðunandi hætti.
Enn og aftur erum við komin í þá stöðu að geta ekki haldið aðalfund í janúar eins og tíðakast hefur. Komi til þess að það ástand sem við erum nú í, dragist á langinn, mun stjórnin reyna eftir fremsta megni, að finna leiðir til að ganga frá umsóknum og úthlutunum veiðileyfa til félagsmanna sem fyrst.
Á næstu dögum munum við uppfæra umsóknareyðublöð um veiðileyfi á veiðisvæðum SVFS og verða þau aðgengileg inni á heimasíðu SVFS um leið og þau eru tilbúin. Tilkynning þess efnis mun berast ykkur í tölvupósti, á Facebook síðu SVFS og á heimasíðu SVFS.
Með von um betri tíð og bjartari tíma,
stjórn SVFS.
Aðalfundur - Vígsluhátíð - Afmælishátíð
- Details
- Created: 05 December 2021
Kæri félagsmaður
Í byrjun árs 1946 komu saman nokkrir áhugamenn um stangaveiði í húsi Iðnskólans á Selfossi og stofnuðu Stangaveiðifélag Selfoss. Í ár fagnar félagið okkar því 75 ára afmæli.
Í tilefni þessara tímamóta verður haldin vegleg afmælisveisla aðalsal Hótel Selfoss, laugardaginn 29. janúar næstkomandi.
Stjórn félagsins biður félagsmenn að taka daginn frá því á þessum sama degi ætlum við að halda aðalfund félagsins og vígja nýja félagsheimilið okkar.
Aðalfundur félagsins hefst um morguninn á Hótel Selfoss, stundvíslega kl. 10:00. Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf. Umsóknargögn vegna veiðileyfa á næsta sumri verða aðgengileg á heimasíðu félagsins fyrir aðalfundinn, eins og verið hefur.
Kl. 14:00, að afloknum aðalfundi mun verða sérstök vígsluhátíðin fyrir nýja félagsheimilið okkar í Víkinni. Þá verður meðal annars afhjúpað nafn á félagsheimilinu sem nafnanefndin hefur valið og gert tillögum um til stjórnar.
Nánari upplýsingar um afmælishátíðina verða send út fljótlega.