Vígslu- og afmælishátíð
- Details
- Created: 24 September 2022
Kæri félagsmaður.
Í byrjun árs 1946 var stofnað í húsi Iðnskólans á Selfossi við Sigtún, Stangaveiðifélag Selfoss.
Því fagnaði félagið 75 ára afmæli á síðasta ári. Sökum Covid faraldurs reynist ekki unnt að halda upp á tímamótin í fyrra en nú er lag og munum við halda veglega afmælisveislu í Hótel Selfossi, laugardaginn 22 október næst komandi. Sjórn félagsins og undirbúningsnefnd vonast til að sem flestir félagsmenn ásamt mökum sjái sér fært að mæta og eiga þar saman góða kvöldstund og fagna þessum merku tímamótum.
Hátiðin hefst með fordrykk stundvíslega kl. 19:00. og í framhaldi af því verður borinn fram hátíðarkvöldverður.
Miðaverði er stillt í hóf en verð aðgöngumiða er aðeins kr. 8.000. fyrir steikarhlaðborð og fordrykk. Hin landsfræga hljómsveit Upplyfting mun halda uppi fjöri eftir mat og þar til yfir líkur.
Skráning á hátíðina er hafin og þátttaka tilkynnist í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu líkur mánudaginn 17. október. Þeir félagsmenn sem ætla að mæta á hátíðina eru beðnir að leggja inn fyrir miðakaupum sínum á reikning stangaveiðifélagsins 0152-15-381340, kt. 620269-3019.
Tökum nú höndum saman og fjölmennum og gerum þessa afmælishátið eftirminnilega.
Fyrr um daginn eða kl. 14:00 munum við svo vígja nýja félagsheimilið í Fossnesi. Þann dag mun nafn nýja félagsheimilisins einnig verða afhjúpað. Félagið mun bjóða upp á léttar veitingar að því tilefni.
Með von um góða mætingu á viðburði þessa dags.
Stjórn SVFS.
Sölukvöld veiðileyfa fyrir félagsmenn
- Details
- Created: 21 March 2022
Þriðjudaginn 22. mars og fimmtudaginn 24. mars n.k. verða sölukvöld veiðileyfa SVFS haldin í aðalsal Hótel Selfoss frá kl 19:00 – 21:00.
Til sölu verða 3ja daga veiðikort í Ölfusá og afhent veiðileyfi fyrir Hlíðarvatn, Vola, Tungu-Bár og Baugsstaðaós.
Athugið að önnur sölukvöldin eru ekki ákveðin og því best að tryggja sér núna veiðidaga fyrir sumarið.
Bestu kveðjur,
stjórnin
Öllum viðburðum SVFS í janúar, frestað um óákvðinn tíma
- Details
- Created: 19 January 2022
Í ljósi þess að í gangi eru miklar samkomutakmarkanir í landinu, hefur stjórn SVFS ákveðið að fresta aðalfundi, vígsluhátíð nýja félagsheimilisins og 75 ára afmælishátíð sem halda átti 29. janúar næstkomandi, um óákveðinn tíma. Stjórn SVFS mun senda út frekari tilkynningar og boð þegar ljóst er hvenær við getum haldið upp á þessi tímamót með viðunandi hætti.
Enn og aftur erum við komin í þá stöðu að geta ekki haldið aðalfund í janúar eins og tíðakast hefur. Komi til þess að það ástand sem við erum nú í, dragist á langinn, mun stjórnin reyna eftir fremsta megni, að finna leiðir til að ganga frá umsóknum og úthlutunum veiðileyfa til félagsmanna sem fyrst.
Á næstu dögum munum við uppfæra umsóknareyðublöð um veiðileyfi á veiðisvæðum SVFS og verða þau aðgengileg inni á heimasíðu SVFS um leið og þau eru tilbúin. Tilkynning þess efnis mun berast ykkur í tölvupósti, á Facebook síðu SVFS og á heimasíðu SVFS.
Með von um betri tíð og bjartari tíma,
stjórn SVFS.