Sölukvöld veiðileyfa verða 24. og 25. mars, kl. 19:00 – 21:00, í Víkinni, félagsheimili SVFS. Samkvæmt venju verða afhent úthlutuð leyfi á Volasvæðinu og í Hlíðarvatn og hægt er að velja þriggja daga veiðikort í Ölfusá.Athugið að þetta eru einu skipulögðu sölukvöldin.
Aðalfundur SVFS var haldinn í gær í Norðursal Hótel Selfoss. Rúmlega 60 félagar mættu á fundinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf ákvað aðalfundur að breyta veiðitíma í Baugstaðaósi og Vola á þann hátt að nú verður veitt fyrridaginn frá kl. 16:00 – 22:00 og seinni daginn frá […]
Aðalfundur SVFS verður haldinn föstudaginn 21. febrúar næstkomandi í Norðarsal Hótel Selfoss. Fundurinn hefst kl. 20:00. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt erindi frá gestafyrirlesara sem verður auglýstur síðar. Einungis skuldlausir félagar hafa rétt til að greiða atkvæði á fundum félagsins.