Ölfusá

Laxveiði í Ölfusá byrjar 21. júní. Silungaveiði byrjar 1. maí og er eingöngu selt í vorveiðina á  www.leyfi.is. Hver félagsmaður getur keypt eitt 3 daga veiðikort á sölukvöldum í laxveiðina, eins og áður. Athugið að ekki þarf að sækja sérstaklega um veiðikort í Ölfusá. Á síðasta sölukvöldi mun auk þess verða hægt að festa kaup á óseldum kortum, ef einhver slík verða í boði.

 Voli, Tunga-Bár og Baugstaðaós

Í Vola, Tungu-Bár og Baugstaðaósi mun veiði hefjast 20. apríl. Vorveiðin, frá 20. apríl – 31. maí er eingöngu seld á www.leyfi.is, aðrir dagar fara í almenna úthlutun til félagsmanna á sölukvöldum. Lausir dagar vara svo í sölu á www.leyfi.is, strax að úthlutun lokinni.  Í Baugstaðaósi er einungis hægt að sækja um 1 veiðidag á tímabilinu 1. júlí til og með 31. ágúst . Tvær stangir eru á hverju svæði og eru þær eru alltaf seldar saman. Í Baugstaðaósi gildir að umsóknir frá tveimur félögum í SVFS, saman um sama dag, hefur forgang; þ.e. ein umsókn um báðar stangirnar frá tveimur félögum í SVFS.