Aðalfundur SVFS var haldinn í gær í Norðursal Hótel Selfoss. Rúmlega 60 félagar mættu á fundinn.

Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf ákvað aðalfundur að breyta veiðitíma í Baugstaðaósi og Vola á þann hátt að nú verður veitt fyrridaginn frá kl. 16:00 – 22:00 og seinni daginn frá kl. 07:00 – 13:00.

Grímur Arnarson, fyrrverandi formaður SVFS, var gerður að 7. heiðursfélaga SVFS. Grímur hefur verið virkur félagi í SVFS í 42 ár.

Sá sögulegi viðburður gerðist að yngsti félaginn til að hljóta verðlaun hjá SVFS fékk tvenn verðlaun. Árni Gunnar Sævarsson fékk verðlaun fyrir stærsta lax veiddann á flugu og stærsta lax veiddann á vatnasvæðum félagsins.

Að öðru leiti skiptust verðlaunin svona:
Flestir laxar á vatnasvæðum félagsins 2024
– Viktor Óskarsson, 14 laxa alla veidda í Öflusá.
Flestir veiddir laxar í ölfusá 2024
– Viktor Óskarsson, 14 laxa alla veidda í Öflusá.
Flestir flugulaxar 2024
– Viktor Óskarsson, 6 laxa alla veidda í Öflusá.
Stærsti flugulax á vatnasvæðum félagsins 2024
– Árni Gunnar Sævarsson, 92 cm lax veiddan í Ölfusá á miðsvæðinu á þýska snældu.
Stærsti laxinn á vatnasvæðum félagsins 2024
– Árni Gunnar Sævarsson, 92 cm lax veiddan í Ölfusá á miðsvæðinu á þýska snældu.
Flestir laxar veiddir af félagskonu / Kvennabikarinn 2024
– Þórhildur Hjaltadóttir, 2 laxar veiddir í Ölfusá. Hrefna Halldórsdóttir tók við bikarnum fyrir hennar hönd.
Bjartsýnisbikarinn 2024
– Baldvin Einarsson, 80 cm lax veiddan 30. ágúst á efsta svæðinu í Ölfusá.
Sigurjónsbikarinn 2024
– Óskar Ingi Böðvarsson, 30. júlí í Baugstaðaós, 89 cm á á Sunray nr. 10.

Stjórn félagsins var öll endurkjörin til eins árs.

Categories:

Tags:

Comments are closed