Innganga í félagið

Samkvæmt 3.gr. félagslaga geta allir orðið félagar í SVFS sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu Árborg og hafa náð 14 ára aldri. Athugið að ef umsækjandi er yngri en 18 ára þarf forráðamaður að gefa samþykki sitt fyrir inngöngu í félagið.

Inntökugjald á núverandi starfsári er kr. 40.000,- Árgjald er kr. 10.000,-. Umsóknir skulu berast stjórn fyrir aðalfund hvert ár. Hægt er að senda umsóknir á tölvupóstfangið svfs(hjá)svfs.is (skiptið (hjá) út fyrir @).

Umsóknir sem berast nú, verða teknar fyrir á aðalfundi 2024. Umsóknir verða að berast stjórn fyrir aðalfund. Ef umsóknum er skilað inn rafrænt á fundardegi er ekki öruggt að þær verði bornar upp til atkvæðagreiðslu á aðalfundi og ber félagið ekki ábyrgð ef slíkt gerist.