Boðað er til aðalfundar Stangaveiðifélags Selfoss, föstudaginn 19. janúar n.k. kl. 20:00 á Hótel Selfossi.  Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf.

Umsóknargögn vegna veiðileyfa á sumri komanda eru aðgengileg á heimasíðu félagsins eins og verið hefur.   Umsóknum þarf að koma á aðalfundinn, til einhvers stjórnarmanna eða senda á svfs(hjá)svfs.is.

Deila

Mikið líf var í Baugstaðaósi í gærkvöldi en minna um tökur. Talsvert er af fiski í ósnum og bara spurning hvenær veislan byrjar. Undanfarna daga hafa 1-2 komið á land en annars er heildarveiðin 48 fiskar: 2 laxar, 2 bleikjur og 53 sjóbirtingar.  Miðað við lífið í ósnum ætti júlí að verða ágætur.

Deila
Öllum sem hafa áhuga á að kynnast yndislegu umhverfi og góðu veiðivatni er boðið að koma í Hlíðarvatn sunnudaginn 11. júní. Þann dag mun verða gefinn kostur á að kasta út færi án endurgjalds hjá þeim veiðifélögum sem eru með vatnið.
Gestum verður heimil veiði í vatninu frá morgni og fram undir kl.18. Gott er að gefa sig fram við eitthvert af þeim veiðifélögum sem eru með aðstöðu á svæðinu við upphaf og endi veiðidags og skrá afla. Hægt verður að nálgast ráð hjá reyndum veiðimönnum um val á flugum og spúnum.
Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru auk Stangaveiðifélags Selfoss, Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Ármenn og Stangaveiðifélagið Árblik.
Deila

Sölukvöld veiðileyfa verða á Hótel Selfossi sem hér segir:

  • Mánudaginn 20. mars, kl. 19:00 - 21:00
  • Þriðjudaginn 21. mars, kl. 19:00 - 21:00

Ósótt leyfi verða seld að sölukvöldum loknum á www.leyfi.is. Athugið að skuldlausir félagar sitja fyrir um veiðileyfi á vatnasvæðum félagsins.

Deila

Aðalfundur SVFS verður haldinn 27. janúar, kl. 20:00 í Hótel Selfoss.  Takið daginn frá.

Þá vill stjórnin minna á að umsóknir um inngöngu í félagið þurfa að hafa borist félaginu fyrir aðalfund.

Deila

2016 06 10 16.02.35 MediumÍ dag var tekin tekin fyrsta skóflustungan að nýju félagsheimili SVFS í Víkinni við Ölfusá.  Í ræðu Guðmundar Maríasar formanns við það tilefni kom fram að þetta er merkur áfangi í 70 ára sögu félagsins því þetta er jafnframt fyrsta félagheimili SVFS. Þá kom einnig fram að undirbúningur að byggingu félagsheimilisins er búinn að vera langur og þakkaði hann sérstaklega bæjaryfirvöldum í Árborg fyrir stuðninginn við undirbúininginn.

Deila

Read more ...

Boðað er til aðalfundar Stangaveiðifélags Selfoss, föstudaginn 27. janúar n.k. kl. 20:00 á Hótel Selfossi.  Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf auk þess sem að Þórir Grétar Björnsson mun flytja erindi um laxveiðar í Stóru-Laxá.

Umsóknargögn vegna veiðileyfa á sumri komanda eru aðgengileg á heimasíðu félagsins eins og verið hefur.   Umsóknum þarf að koma á aðalfundinn, til einhvers stjórnarmanna eða senda á svfs(hjá)svfs.is.

Deila