Sölukvöld veiðileyfa verða mánudags- og þriðjudagskvöld, 25. og 26. mars, milli kl. 19:00 - 21:00. Eins og undanfarin ár verðum við á Hólel Selfoss. Minnum á að ósótt úthlutuð leyfi fara í sölu á www.leyfi.is að sölukvöldin loknum.

Deila

Boðað er til aðalfundar Stangaveiðifélags Selfoss, föstudaginn 8. febrúar n.k. kl. 20:00 á Hótel Selfossi.  Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf.

Umsóknargögn vegna veiðileyfa á sumri komanda eru aðgengileg á heimasíðu félagsins eins og verið hefur.   Umsóknum þarf að koma til skila á aðalfundi eða til einhverra í stjórn SVFS. 

Deila

 


Viktor Óskarsson með fyrsta lax sumarsins.
Ölfusá var opnuð með viðhöfn í gær. Páll Árnason heiðursfélagi SVFS flaggaði eins og hann hefur gert undanfarin ár. Kaffi og veitingar voru bornar fram í nýbygginguni okkar. Það var formaðurinn Guðmundur Marías Jensson sem opnaði ánna ásamt Helga Sigurði Haraldssyni forseta bæjarstjórnar Árborgar. Á þessum fyrsta veiðidegi veiddust 4 laxar allir bústnir og bjartir.

 

Á meðfylgjandi myndum eru þeir Viktor Óskarsson sem fékk fyrsta lax sumarsins 2,2 kg og Agnar Pétursson sem fékk 5,5 kg lax.

 

Agnar með 11 punda hrygnu.

 

 

Deila

Næstkomandi laugardag, 9. júní, verður efnt til vinnudags í nýju félagsaðstöðunni í víkinni ef veður leyfir. Það sem verður m.a. gert er að leggja á þakið, tiltekt í og við hús, ásamt ýmsu öðrum verkefnum sem Agnar úthlutar.  Vegna efniskaupa er óskað eftir því að þeir sem geta mætt láti vita með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 20:00, fimmtudagskvöldið 7. júní.  Stefnt er að því að byrja kl. 09:00 og vera að til 17:00. Við vonumst eftir að sem flestir geti mætt og veitt okkur lið og mætt.

Með bestu kveðjum, stjórnin.

Deila

Umsóknarfrestur um veiðileyfi á veiðisvæðum SVFS er til miðnættis fimmtudagsins 1. febrúar nk. Eins og áður þá þurfa félagsmenn að vera skuldlausir við félagið til þess að eiga möguleika á úthlutun veiðileyfa. Ekki þarf að sækja sérstaklega um veiðikortin í Ölfusá. Þau verður hægt að kaupa á sölukvöldum. Hægt er að skila umsóknum til einhvers í stjórn félagsins eða með því að senda þær á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Í stjórn SVFS sitja:

Guðmundur Marías Jensson
Sverrir Einarsson
Ægir Garðar Gíslason
Agnar Pétursson
Frímann Birgir Baldursson
Grímur Hergeirsson

 Ekki er enn komin dagsetning á sölukvöld veiðileyfa en búast má við að þau verði um eða eftir miðjan febrúar.

Deila

Við viljum minna félagsmenn á að umsóknum um veiðileyfi fyrir árið 2018 þarf að skila inn á aðalfundi sem verður næsta föstudag eða með því að koma þeim til stjórnar.  Hægt er að skanna umsóknareyðublöðin inn og senda sem viðhengi á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Þeir einstaklingar sem samþykktir eru inn sem nýjir félagsmenn fá tækifæri til að senda sínar umsóknir inn eftir aðalfund.

Umsóknareyðublöð má nálgast með því að smella hér.

Deila

Sölukvöld veiðileyfa hjá SVFS verða haldin mánudaginn 12. mars og þriðjudaginn 13. mars, frá kl 19:00 – 21:00, á Gullbarnum á 1. hæð Hótel Selfoss.

Athugið að einungis skuldlausir félagar geta fengið úthluðum veiðileyfum. Ef þeið eigið ógreidd árgjöld þá er hægt að gera þau upp á staðnum eða með því að greiða gíróseðla sem borist hafa í heimabanka.

Deila