Til sölu er ca 15m2 bjálkahús.


Húsið stendur í Víkinni við Ölfusá, það hefur síðastliðin ár verið notað þar yfir sumartímann sem aðstaða fyrir veiðimenn. Kaupandi fjarlægir húsið á sinn kostnað.
Áhugasamir hafi samband við Agnar Pétursson í síma 892-5814.

  

Deila

Kæru félagsmenn.
Okkur vantar aðstoð í nýja húsið okkar í Víkinni á laugardaginn við þrif á gluggum að innann og utan og eins að fara með timbur rusl á haugana. Nú styttirst í opnun Ölfusár og tíminn því að styttast verulega sem við höfum til að gera fínt fyrir opnun Ölfusár sem er miðvikudaginn 24 júní.
Þeir sem geta komið og hjálpað til láti Agnar Pétursson vita í síma 892-5814

Deila

Stjórn SVFS hefur ákveðið að hafa ekki opinn hreinsunardag í Hlíðarvatni í ár vegna COVID 19.

Hreinsun fer þó fram en framkvæmd af stjórn og Hlíðarvatnsnefnd.

Deila

Hlíðarvatn verður opnað 1. maí fyrir veiðileyfishafa. Veiðihúsið verður opið og veiðimenn eru beðnir um að virða og fylgja reglum sem Hlíðarvatnsnefnd hefur sett sérstaklega vegna COVID 19.

Spritt og hreinsiefni verða til staðar og þurfa veiðimenn að sjá sjálfir um að spritta og þrífa vel fyrir og eftir komu í hús.

Það er ekki langur akstur í Hlíðarvatni og því alveg raunhæft að gista heima fyrir fólk í áhættuhópi.

Deila

Kæru félagar. Umsóknareyðublöðin fyrir veiðileyfi sumarið 2020 eru nú loksins komin á heimasíðu SVFS. Þið getið nálgast þau undir valmyndinni "Fyrir félagsmenn" eða með því að smella hér.

Deila

Boðað er til aðalfundar Stangaveiðifélags Selfoss, föstudaginn 31. janúar n.k. kl. 20:00 á Hótel Selfossi.  Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf.

Umsóknargögn vegna veiðileyfa á sumri komanda eru aðgengileg á heimasíðu félagsins eins og verið hefur.   Umsóknum þarf að koma til skila á aðalfundi eða til einhverra í stjórn SVFS.

Deila

Á stjórnarfundi sem haldinn var þann 19. desember 2019 tók stjórnin ákvörðun að efna til samkeppni um nafn á nýja félagsheimilið okkar og óska eftir því við nokkra valinkunna einstaklinga að skipa nafnanefnd.

Í nefndina voru valdir þeir:

  • Sigurður Þór Guðmundsson
  • Bogi Karlsson
  • Örn Grétarsson
  • Grímur Arnarson
  • Steindór Pálsson
  • Páll Árnason, heiðursfélagi í SVFS.

Nefndin hefur nú þegar komið saman.  Það er skemmst frá því að segja að hún ákvað að leitað yrði til félagsmanna varðandi tillögu að nafni á félgasheimilið.  Skilafrestur tillagna er til 15. febrúar næstkomandi og skal tillögum skilað á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða komið í umslagi til einhverra nefndarmanna í nafnanefndinni eða einhverra stjórnarmanna SVFS.

Nafnið verður svo tilkynnt formlega við vígslu félagsheimilisins.

 Við gerum ráð fyrir að félagsmenn hafi mikinn áhuga á að koma að vali á nafni nýja félagsheimilisins okkar svo við erum ekki nokkrum vafa um að það verður spennandi að sjá hvað kemur uppúr pottinum við val nafnsins.

 

Deila