Í ljósi nýrra og hertra samkomu takmarkana vegna Covid faraldursins hefur aðalfundi SVFS sem halda átti föstudaginn 26 mars nk. verið frestað um óákveðinn tíma.

Skilafrestur félagsmanna á umsóknum veiðileyfa er til og með 30 mars nk. Umsóknum skal skilað rafrænt á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða þeim komið í póstkassa við félagsheimili SVFS í Víkinni.  Úthlutanir veiðileyfa í Baugstaðaós, Tungu-Bár, Vola og Hlíðarvatn fara fram um páskana og mun félgasmönnum sem fá úthlutun í framhaldinu verða sendur greiðsluseðill í heimabanka.  Sala á kortum í Ölfusá verður auglýst síðar.

Kveðja,

stjórnin

Deila

Aðalfundur SVFS verður haldinn föstudaginn 26. mars, kl. 20:00 á Hótel Selfossi. Vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða eingöngu aðalfundarstörf.

Deila

Umsóknareyðublöð félagsmanna SVFS um veiðileyfi sumarið 2021 eru komin á vefninn. Þau er hægt að nálgast með því að smella hér.

Athugið!! Vegna COVID ástandsins verður einungis tekið við umsóknum rafrænt á netfangið svfs(hjá)svfs.is eða í póstkassa sem staðsettur er á veiðihúsinu við Víkina.

Deila

Gleðilegt nýtt árkæru félagsmenn í SVFS.

Í ljósi Covid-19 stöðunnar í samfélaginu munum við bíða með að auglýsa dagsetningu aðalfundar félagsins. Það er ómögulegt að halda aðalfund með aðeins 20 – 40 félagsmönnum. Við munum taka næstu ákvörðun þegar nýjar samkomu reglur taka gildi 14. febrúar næstkomandi. Í framhaldi af því munum við ef ekki verður hægt að halda aðalfund, senda ykkur leiðbeiningar hvernig sækja á um veiðileyfin fyrir sumarið.

En þrátt fyrir þetta allt saman þá er til margs að hlakka á árinu. Við eigum eftir að vígja nýja félagsheimilið okkar og gefa því nafn, Stangaveiðifélag Selfoss fagnar líka 75 ára afmæli á árinu en það var stofnað árið 1946.

Sjáumst vonandi kát á aðalfundi í febrúar, látum okkur hlakka til komandi veiðisumar.

Góðar kveðjur,
Stjórnin

Deila

Kæru félagsmenn.
Okkur vantar aðstoð í nýja húsið okkar í Víkinni á laugardaginn við þrif á gluggum að innann og utan og eins að fara með timbur rusl á haugana. Nú styttirst í opnun Ölfusár og tíminn því að styttast verulega sem við höfum til að gera fínt fyrir opnun Ölfusár sem er miðvikudaginn 24 júní.
Þeir sem geta komið og hjálpað til láti Agnar Pétursson vita í síma 892-5814

Deila

Stjórn SVFS hefur ákveðið að hafa ekki opinn hreinsunardag í Hlíðarvatni í ár vegna COVID 19.

Hreinsun fer þó fram en framkvæmd af stjórn og Hlíðarvatnsnefnd.

Deila

Húsið er selt

Til sölu er ca 15m2 bjálkahús.


Húsið stendur í Víkinni við Ölfusá, það hefur síðastliðin ár verið notað þar yfir sumartímann sem aðstaða fyrir veiðimenn. Kaupandi fjarlægir húsið á sinn kostnað.
Áhugasamir hafi samband við Agnar Pétursson í síma 892-5814.

  

Deila