- Details
- Created: 10 January 2014
Úthlutun fyrir veiðisumarið 2020 fer fram fljótlega eftir aðalfund 2020.
Ölfusá
Veiði mun byrja 24. júní. Hver félagsmaður getur keypt eitt 3 daga veiðikort á sölukvöldum, eins og áður og kostar það 21.000 kr eða 7.000 kr hvern stangardag.. Athugið að ekki þarf að sækja sérstaklega um veiðikort í Ölfusá. Á síðasta sölukvöldi mun auk þess verða hægt að festa kaup á óseldum kortum, ef einhver slík verða í boði.
Voli, Tunga-Bár og Baugstaðaós
Í Vola, Tungu-Bár og Baugstaðaósi mun veiði hefjast 1. júní. Í Baugstaðaósi er einungis hægt að sækja um 1 veiðidag á tímabilinu 1. júlí til og með 31. ágúst .
Tvær stangir eru á hverju svæði og eru þær eru alltaf seldar saman. Í Baugstaðaósi gildir að umsóknir frá tveimur félögum í SVFS, saman um sama dag, hefur forgang; þ.e. ein umsókn um báðar stangirnar frá tveimur félögum í SVFS.
Hér fyrir neðan eru tenglar á Excel og PDF skjöl með umsóknum um veiðileyfi í Vola, Tunga-Bár og Baugstaðaós.
Excel form | PDF form | |
Voli | Voli | |
Tunga-Bár | Tunga-Bár | |
Baugstaðaós |
Hlíðarvatn
Veiði í Hlíðarvatni hefst 1. maí. Tvær stangir tilheyra veiðisvæðinu og eru þær seldar saman.
Hér fyrir neðan eru tenglar á Excel og PDF skjöl með umsóknum um veiðileyfi í Hliðarvatni.
Excel form | PDF form | |
Hlíðarvatn | Hlíðarvatn |