Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/svfs.is/httpdocs/libraries/cms/application/cms.php on line 471
Vígslu- og afmælishátíð

Kæri félagsmaður.

Í byrjun árs 1946 var stofnað í húsi Iðnskólans á Selfossi við Sigtún, Stangaveiðifélag Selfoss.
Því fagnaði félagið 75 ára afmæli á síðasta ári. Sökum Covid faraldurs reynist ekki unnt að halda upp á tímamótin í fyrra en nú er lag og munum við halda veglega afmælisveislu í Hótel Selfossi, laugardaginn 22 október næst komandi. Sjórn félagsins og undirbúningsnefnd vonast til að sem flestir félagsmenn ásamt mökum sjái sér fært að mæta og eiga þar saman góða kvöldstund og fagna þessum merku tímamótum.

Hátiðin hefst með fordrykk stundvíslega kl. 19:00. og í framhaldi af því verður borinn fram hátíðarkvöldverður.
Miðaverði er stillt í hóf en verð aðgöngumiða er aðeins kr. 8.000. fyrir steikarhlaðborð og fordrykk. Hin landsfræga hljómsveit Upplyfting mun halda uppi fjöri eftir mat og þar til yfir líkur.
Skráning á hátíðina er hafin og þátttaka tilkynnist í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Skráningu líkur mánudaginn 17. október. Þeir félagsmenn sem ætla að mæta á hátíðina eru beðnir að leggja inn fyrir miðakaupum sínum á reikning stangaveiðifélagsins 0152-15-381340, kt. 620269-3019.


Tökum nú höndum saman og fjölmennum og gerum þessa afmælishátið eftirminnilega.


Fyrr um daginn eða kl. 14:00 munum við svo vígja nýja félagsheimilið í Fossnesi. Þann dag mun nafn nýja félagsheimilisins einnig verða afhjúpað. Félagið mun bjóða upp á léttar veitingar að því tilefni.

Með von um góða mætingu á viðburði þessa dags.

Stjórn SVFS.

Deila