Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/svfs.is/httpdocs/libraries/cms/application/cms.php on line 471
Öllum viðburðum SVFS í janúar, frestað um óákvðinn tíma

Í ljósi þess að í gangi eru miklar samkomutakmarkanir í landinu, hefur stjórn SVFS ákveðið að fresta aðalfundi, vígsluhátíð nýja félagsheimilisins og 75 ára afmælishátíð sem halda átti 29. janúar næstkomandi, um óákveðinn tíma. Stjórn SVFS mun senda út frekari tilkynningar og boð þegar ljóst er hvenær við getum haldið upp á þessi tímamót með viðunandi hætti.

Enn og aftur erum við komin í þá stöðu að geta ekki haldið aðalfund í janúar eins og tíðakast hefur. Komi til þess að það ástand sem við erum nú í, dragist á langinn, mun stjórnin reyna eftir fremsta megni, að finna leiðir til að ganga frá umsóknum og úthlutunum veiðileyfa til félagsmanna sem fyrst.

Á næstu dögum munum við uppfæra umsóknareyðublöð um veiðileyfi á veiðisvæðum SVFS og verða þau aðgengileg inni á heimasíðu SVFS um leið og þau eru tilbúin. Tilkynning þess efnis mun berast ykkur í tölvupósti, á Facebook síðu SVFS og á heimasíðu SVFS.

Með von um betri tíð og bjartari tíma,
stjórn SVFS.

Deila