Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/svfs.is/httpdocs/libraries/cms/application/cms.php on line 471
Aðalfundur - Vígsluhátíð - Afmælishátíð

Kæri félagsmaður

Í byrjun árs 1946 komu saman nokkrir áhugamenn um stangaveiði í húsi Iðnskólans á Selfossi og stofnuðu Stangaveiðifélag Selfoss. Í ár fagnar félagið okkar því 75 ára afmæli.

Í tilefni þessara tímamóta verður haldin vegleg afmælisveisla aðalsal Hótel Selfoss, laugardaginn 29. janúar næstkomandi.

Stjórn félagsins biður félagsmenn að taka daginn frá því á þessum sama degi ætlum við að halda aðalfund félagsins og vígja nýja félagsheimilið okkar.

Aðalfundur félagsins hefst um morguninn á Hótel Selfoss, stundvíslega kl. 10:00. Á dagskrá eru hefðbundinn aðalfundarstörf. Umsóknargögn vegna veiðileyfa á næsta sumri verða aðgengileg á heimasíðu félagsins fyrir aðalfundinn, eins og verið hefur.

Kl. 14:00, að afloknum aðalfundi mun verða sérstök vígsluhátíðin fyrir nýja félagsheimilið okkar í Víkinni. Þá verður meðal annars afhjúpað nafn á félagsheimilinu sem nafnanefndin hefur valið og gert tillögum um til stjórnar.

Nánari upplýsingar um afmælishátíðina verða send út fljótlega.

Deila