Kæri félagsmaður.

Mánudaginn 3 maí n.k. verður sölukvöld veiðileyfa haldið í félagsheimili SVFS við Fossnes frá kl 18:00 – 22:00.

Til sölu verða 3ja daga veiðikort í Ölfusá. Einnig verða afhent veiðileyfi í Hlíðarvatn, Vola, Tungu-Bár og Baugsstaðaós.

Athugið að aðeins geta 20 manns verið inni í einu. Minnum á grímuskyldu og 2m regluna.

Deila