Warning: count(): Parameter must be an array or an object that implements Countable in /var/www/vhosts/svfs.is/httpdocs/libraries/cms/application/cms.php on line 471
Frestun aðalfundar og annað gagnlegt

Gleðilegt nýtt árkæru félagsmenn í SVFS.

Í ljósi Covid-19 stöðunnar í samfélaginu munum við bíða með að auglýsa dagsetningu aðalfundar félagsins. Það er ómögulegt að halda aðalfund með aðeins 20 – 40 félagsmönnum. Við munum taka næstu ákvörðun þegar nýjar samkomu reglur taka gildi 14. febrúar næstkomandi. Í framhaldi af því munum við ef ekki verður hægt að halda aðalfund, senda ykkur leiðbeiningar hvernig sækja á um veiðileyfin fyrir sumarið.

En þrátt fyrir þetta allt saman þá er til margs að hlakka á árinu. Við eigum eftir að vígja nýja félagsheimilið okkar og gefa því nafn, Stangaveiðifélag Selfoss fagnar líka 75 ára afmæli á árinu en það var stofnað árið 1946.

Sjáumst vonandi kát á aðalfundi í febrúar, látum okkur hlakka til komandi veiðisumar.

Góðar kveðjur,
Stjórnin

Deila