Á stjórnarfundi sem haldinn var þann 19. desember 2019 tók stjórnin ákvörðun að efna til samkeppni um nafn á nýja félagsheimilið okkar og óska eftir því við nokkra valinkunna einstaklinga að skipa nafnanefnd.

Í nefndina voru valdir þeir:

  • Sigurður Þór Guðmundsson
  • Bogi Karlsson
  • Örn Grétarsson
  • Grímur Arnarson
  • Steindór Pálsson
  • Páll Árnason, heiðursfélagi í SVFS.

Nefndin hefur nú þegar komið saman.  Það er skemmst frá því að segja að hún ákvað að leitað yrði til félagsmanna varðandi tillögu að nafni á félgasheimilið.  Skilafrestur tillagna er til 15. febrúar næstkomandi og skal tillögum skilað á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða komið í umslagi til einhverra nefndarmanna í nafnanefndinni eða einhverra stjórnarmanna SVFS.

Nafnið verður svo tilkynnt formlega við vígslu félagsheimilisins.

 Við gerum ráð fyrir að félagsmenn hafi mikinn áhuga á að koma að vali á nafni nýja félagsheimilisins okkar svo við erum ekki nokkrum vafa um að það verður spennandi að sjá hvað kemur uppúr pottinum við val nafnsins.

 

Deila