Viktor Óskarsson með fyrsta lax sumarsins.
Ölfusá var opnuð með viðhöfn í gær. Páll Árnason heiðursfélagi SVFS flaggaði eins og hann hefur gert undanfarin ár. Kaffi og veitingar voru bornar fram í nýbygginguni okkar. Það var formaðurinn Guðmundur Marías Jensson sem opnaði ánna ásamt Helga Sigurði Haraldssyni forseta bæjarstjórnar Árborgar. Á þessum fyrsta veiðidegi veiddust 4 laxar allir bústnir og bjartir.

 

Á meðfylgjandi myndum eru þeir Viktor Óskarsson sem fékk fyrsta lax sumarsins 2,2 kg og Agnar Pétursson sem fékk 5,5 kg lax.

 

Agnar með 11 punda hrygnu.

 

 

Deila