Næstkomandi laugardag, 9. júní, verður efnt til vinnudags í nýju félagsaðstöðunni í víkinni ef veður leyfir. Það sem verður m.a. gert er að leggja á þakið, tiltekt í og við hús, ásamt ýmsu öðrum verkefnum sem Agnar úthlutar.  Vegna efniskaupa er óskað eftir því að þeir sem geta mætt láti vita með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl. 20:00, fimmtudagskvöldið 7. júní.  Stefnt er að því að byrja kl. 09:00 og vera að til 17:00. Við vonumst eftir að sem flestir geti mætt og veitt okkur lið og mætt.

Með bestu kveðjum, stjórnin.

Deila