Mikið líf var í Baugstaðaósi í gærkvöldi en minna um tökur. Talsvert er af fiski í ósnum og bara spurning hvenær veislan byrjar. Undanfarna daga hafa 1-2 komið á land en annars er heildarveiðin 48 fiskar: 2 laxar, 2 bleikjur og 53 sjóbirtingar.  Miðað við lífið í ósnum ætti júlí að verða ágætur.

Deila