Stórskemmtilegt og vinsælt silungasvæði

 

Sumarið 2013 er sjötta árið sem Stangaveiðifélag Selfoss selur veiðileyfi í þetta skemmtilega silungasvæði. Svæðið skiptist í þrjú veiðisvæði með tveimur stöngum á hverju svæði,  Baugsstaðaós, Tunga-Bár og Voli. Svæðið er mjög spennandi og hentar afar vel fyrir áhugasama í fluguveiði. Svæðið er fjölbreytt og eftirsóknarvert því þar leynast stórir fiskar. Veiðimönnum er bent á að aka ekki utan vega og loka hliðum. Ekki er borin ábyrgð vegna tjóns sem búsmali veldur á ökutækjum. Það skal ítrekað að það er skylda að skrá afla áður en haldið er heim.


Baugsstaðaós

 

Veiðisvæði:
Baugsstaðaós er skammt austan Stokkseyrar. Í hann falla Hróarsholtslækur og Baugsstaðaá en hún rennur úr Skipavatni. Veiðimörk eru við útfallið úr vatninu. Fiskur gengur bæði um ósinn í Hróarsholtslæk (Vola) og Baugsstaðaá. Ósinn er gott og vinsælt veiðisvæði fyrir góða sjóbirtingsveiði en þarna er þó einnig hægt að setja í lax og sjóbleikjan gerir stundum vart við sig.

 

Leyfilegt agn:
Frá 1. júní til 9. október má veiða á flugu, maðk og spón. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu eftir 10. október og ber þá einnig að sleppa öllum sjóbirtingi.

 

Veiðireglur:
Öllum fiski ber að sleppa eftir 10. október.
Nýtt: Kvóti er á veiðinni frá 1. júní til 9. október. Leyfilegt er að veiða fimm fiska á dag á stöng. Eftir það má veiða og sleppa. Hert veiðieftirlit verður á svæðinu.

 

Veiðitími:
Veiðitímabilið hefst 1. júní og stendur fram til 20. október. Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman. Daglegur veiðitími er kl. 07.00–22.00. Veiðileyfi gildir kl. 20.00–22.00 kvöldið fyrir veiðidag og kl. 07.00–20.00 að kvöldi veiðidags.

 

Veiðihús:
Veiðihús fylgir svæðinu og stendur það á lækjarbakkanum að austanverðu, rétt við veginn. Húsið er merkt VEIÐIHÚSIÐ TUNGU, sjá kort. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4–6 manns, rennandi vatn, wc, raflýsing (sólarrafhl.), gashitun, gashellur o.fl.
Veiðimenn skulu rýma húsið fyrir kl. 19.00 að kvöldi brottfarardags til að gefa þeim sem á eftir koma kost á að koma sér fyrir áður en veiði hefst kl. 20.00. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl.


Tungu-Bár

 

Veiðisvæði:
Veiðisvæðið er um 11 km langt eða frá gömlu brúnni við Bár í nágrenni Selfoss að brúnni við veiðihúsið í Tungu skammt austan Stokkseyrar. Fluguveiði er vaxandi á þessu svæði sem annars staðar í læknum. Maðkurinn gefur þó oft góðan afla. Sjóbirtingur er aðall svæðisins en hann er kominn á svæðið fljótlega eftir að hans verður vart í ósnum. Þá fást venjulega nokkrir laxar á hverju sumri.

 

Leyfilegt agn:
Frá 1. júní til 9. október má veiða á flugu, maðk og spón. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu eftir 10. október og ber að sleppa öllum sjóbirtingi.

 

Veiðireglur:
Öllum fiski ber að sleppa eftir 10. október.
Nýtt: Kvóti er á veiðinni frá 1. júní til 9. október. Leyfilegt er að veiða fimm fiska á dag á stöng. Eftir það má veiða og sleppa. Hert veiðieftirlit verður á svæðinu.

 

Veiðitími:
Veiðitímabilið hefst 1. júní og lýkur 20. október. Daglegur veiðitími er kl. 8.00–20.00 og eru tvær stangir leyfðar.

 

Veiðihús:
Ekki er veiðihús á svæðinu en stutt bæði á Selfoss og á Stokkseyri og þar má fá alla nauðsynlega þjónustu.


Voli

 

Veiðisvæði:
Svæðið er mjög stórt eða með Bitrulæk a.m.k. 12–14 km. Svæðið er innan við 10 mín. akstur frá Selfossi, hvort sem farið er að efri hluta svæðisins eða að neðri veiðimörkum sem eru gamla brúin við Bár.
Á svæðinu eru staðbundinn urriði, staðbundin bleikja, sjóbirtingur, sjóbleikja og lax.

 

Leyfilegt agn:
Frá 1. júní til 9. október má veiða á flugu, maðk og spón. Eingöngu er heimilt að veiða á flugu eftir 10. október og ber þá einnig að sleppa öllum sjóbirtingi.

 

Veiðireglur:
Öllum fiski ber að sleppa eftir 10. október.
Nýtt: Kvóti er á veiðinni frá 1. júní til 9. október. Leyfilegt er að veiða fimm fiska á dag á stöng. Eftir það má veiða og sleppa. Hert veiðieftirlit verður á svæðinu.

 

Veiðitími:
Veiði er 1. júní – 20. október. Tvær stangir eru leyfðar á svæðinu og eru þær seldar saman. Daglegur veiðitími er kl. 07.00–22.00. Veiðileyfi gildir kl. 20.00–22.00 kvöldið fyrir veiðidag og kl. 07.00–20.00 að kvöldi veiðidags.

 

Veiðihús:
Veiðihús er á svæðinu og stendur það við gömlu brúna við Vola. Í húsinu er svefnaðstaða fyrir 4–6 manns, rennandi vatn, wc, raflýsing (sólarrafhl.), gashitun, gashellur o.fl. Veiðimenn skulu rýma húsið fyrir kl. 19.00 að kvöldi brottfarardags til að gefa þeim sem á eftir koma kost á að koma sér fyrir áður en veiði hefst kl. 20.00. Veiðimönnum ber að þrífa húsið vandlega fyrir brottför og fjarlægja rusl.


Umsjónarmenn / veiðiverðir:

Steingrímur Ólafsson - 897-3447

Óskar Ingi Böðvarsson - 692-9177

Deila