Öllum sem hafa áhuga á að kynnast yndislegu umhverfi og góðu veiðivatni er boðið að koma í Hlíðarvatn sunnudaginn 11. júní. Þann dag mun verða gefinn kostur á að kasta út færi án endurgjalds hjá þeim veiðifélögum sem eru með vatnið.
Gestum verður heimil veiði í vatninu frá morgni og fram undir kl.18. Gott er að gefa sig fram við eitthvert af þeim veiðifélögum sem eru með aðstöðu á svæðinu við upphaf og endi veiðidags og skrá afla. Hægt verður að nálgast ráð hjá reyndum veiðimönnum um val á flugum og spúnum.
Veiðifélögin sem standa að Hlíðarvatnsdeginum eru auk Stangaveiðifélags Selfoss, Stangaveiðifélagið Stakkavík, Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar, Ármenn og Stangaveiðifélagið Árblik.
Deila